Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rómantísk fiskifræði
Á faglegum nótum 20. apríl 2018

Rómantísk fiskifræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn.

Fiskar eru misnæmir fyrir hljóði.  Gullfiskur heyrir hljóð á tíðninni 5 til 2000 Hz, en þorskur heyrir hljóð á tíðninni 2 til 500 Hz.

Nærsýnir  framfyrir sig

Sjónsvið fiska er 150–170° á hvoru auga. Þeir eru nærsýnir framan við augað og sjá ekki nema 1 til 15 metra út frá sér. Hins vegar eru þeir fjarsýnir til hliðanna.

Tunnulaga augu

Nokkrar ættir djúpsjávarfiska hafa þróað með sér augu sem eru tunnulaga. Augun hafa þykka sjónhimnu með mörgum lögum af stöfum í augnbotnunum og stóran augastein. Stafirnir skynja ljós og er þessi aðlögun til þess að geta fangað sem mest af ljósi.

Þefar kerlinguna uppi

Sædjöflar sem lifa á miklu dýpi nota lyktarskynið til að finna sér maka í myrkrinu. Karlinn þefar uppi kerlinguna og hefur hann til þess stór lyktarskynfæri með óvenju stórum þeflauk. Eftir að karlinn finnur kerlinguna bítur hann sig fastan á magann á henni og verður samvaxinn henni það sem eftir er ævinnar.

Hvað eru sjófuglar?

Til að fuglar flokkist sem sjófuglar þurfa þeir að afla fæðu sinnar að öllu leyti úr sjó. Hafa varpstöðvar við sjó og verja öllu lífi sínu við sjóinn að varptímanum undanskildum.

Sjófuglar eru fremur langlífir, trygglyndir við maka sinn og nota yfirleitt alltaf sömu varpstöðvar. Ungar sjófugla eru ósjálfbjarga og dvelja oft lengi í hreiðrinu. Fuglar við Ísland sem teljast til sjófugla eru álka, dílaskarfur, fýll, haftyrðill, langvía, lundi, sjósvala, skrofa, stormsvala, stuttnefja, súla, teista og toppskarfur. Kynjamunur sjófugla er lítill og er það helst stærðarmunur sem greinir kynin að.

Sálin verður að þorski

Í gamalli þjóðsögu er sagt frá því að þegar einhver deyr þá verði sálin að þorski.

Æxlunarferli hvala

Æxlunarferli flestra skíðishvala er lagað að árstíðabundnu fari þeirra. Mökun og æxlun á sér stað á veturna eftir að hvalirnir eru komnir á æxlunarstöðvar. Lífsstíll tannhvala er margbreytilegri og æxlun þeirra getur átt sér stað á lengra tímabili og er ekki eins bundinn árstíðabundnum breytingum eða farleiðum og hjá skíðishvölunum.

Rauðmaginn, grásleppan og marglyttan

Einu sinni gekk Jesús Kristur með sjó fram og sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn og af því varð rauðmaginn. Þá hrækti sankti Pétur í sjóinn og af því varð grásleppan og þykir hvort tveggja gott til átu og rauðmaginn jafnvel herramannsmatur. Djöfullinn gekk í humátt á eftir þeim með sjónum og sá hvað fram fór. Hann vildi þá ekki vera minnstur og hrækti líka í sjóinn en úr þeim hráka varð marglyttan og er hún einskis nýt.                         

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f