Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Róbóta á illgresið
Utan úr heimi 24. september 2024

Róbóta á illgresið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gætu róbótar útrýmt þörfinni fyrir illgresiseyði?

Bandarískir bændur eru meðal þeirra sem farnir eru að þreifa fyrir sér með notkun svokallaðra illgresisróbóta á ökrum. The Guardian segir frá bónda nokkrum í miðju Kansas sem daglega horfir á róbóta sína skrölta fram og aftur rásirnar milli ræktunarplantnanna og sneiða niður hverja örðu illgresis. Róbótarnir eru fremur litlir, 1,2x0,6 m, en afkastadrjúgir.

Bóndinn sem um ræðir, Clint Brauer að nafni, var áður tæknimaður í Kaliforníu en flutti á fjölskyldubýlið þegar faðir hans fékk Parkinson-sjúkdóminn. Brauer stofnaði landbúnaðartæknifyrirtæki og smíðar og forritar róbóta sína í skúr við bóndabæinn. Hann segir róbótana einkar mikilvæga til að hjálpa bændum að draga úr notkun varnarefna og vernda þannig eigin heilsu og umhverfisins betur.

Nú eru tuttugu bændur skráðir í róbótaþjónustu hjá Brauer og vonir standa til að uppræta megi illgresi á þennan hátt á allt að 2.023 hekturum lands í ár.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að bændur um allan heim hafa átt í hatrammri baráttu við illgresi. Þeir hafa togað það upp, klippt niður, drepið það með verkfærum – og efnum sem sum hver eru mjög skaðleg fyrir lífríkið. Varnarefnanotkun hefur verið vaxandi sl. 50 árin eða svo en nú er mögulega að birtast betri valkostur með notkun róbóta og auknum nákvæmnisbúskap. Þannig hefur fjárhagslegur stuðningur streymt til fyrirtækja sem búa til illgresisróbóta, frá áhættufjármagnssjóðum, einkafjárfestum og stórum matvæla- og landbúnaðarfyrirtækjum sem eru fús til að veðja á róbótana. Efasemdaraddir eru þó einnig uppi en líklegt að róbótarnir verði góð viðbót við ýmsar fleiri aðferðir til illgresiseyðingar.

Skylt efni: illgresi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...