Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
RML hefur myndað viðbragðsteymi
Fréttir 21. nóvember 2014

RML hefur myndað viðbragðsteymi

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) hefur enga beina aðkomu að viðbragðsáætlunum varðandi möguleg hamfaraflóð ef það byrjar að gjósa undir jökli. Þó hefur viðbragðsteymi verið myndað innan RML sem hefur það hlutverk að fylgjast náið með þróun mála.

Borgar Páll Bragason.

„Í þessu teymi eru ráðunautar sem eru vel upplýstir af Almannavörnum og vinna náið með þeim enda hafa þeir yfirgripsmikla staðþekkingu,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML, sem stýrir viðbragðsteyminu. „Aðrir sem eru í teyminu eru María Svanþrúður Jónsdóttir sem er á Húsavík. 

Hún er mjög vel inni í málum á því svæði þar sem hún vinnur náið með Almannavörnum í umboði sýslumanns. Þá er Guðfinna Harpa Árnadóttir á Egilsstöðum sem hefur einnig komið að vinnu Almannavarna á því svæði. Síðan er það Pétur Halldórsson á Hvolsvelli sem þekkir vel til málanna þegar gaus undir Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.

RML hefur í raun ekkert skilgreint hlutverk ef til goss kemur undir jökli. Starfsemi okkar mun án efa laskast eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem starfa á landsvísu ef samgöngur og fjarskipti fara úr skorðum, en við höfum þó starfsstöðvar vítt og breitt um landið sem gerir okkur ágætlega í stakk búin til að sinna okkar ráðgjafarhlutverki.

Okkar starfsfólk á hættusvæðum mun fylgja því sem öðrum almenningi er fyrir lagt að gera af Almannavörnum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f