Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Fréttir 20. mars 2020

RML gefur út grunn að viðbragðsáætlun

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út grunn að viðbragðsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar.

Í tilkynningu vegna útgáfunnar kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir bændur að hafa slíka viðbragðsáætlun, sem taki til þátta sem mikilvægir séu til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda. „Gera þarf ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda. Þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli,“ segir í tilkynningunni sem fer hér á eftir.

„Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar með sniðmáti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Áætlunin miðast einkum við bú sem rekin eru af einyrkjum þar sem aðrir eru lítið inni í daglegum störfum en getur einnig nýst stærri búum þar sem viðbragðsáætlanir eru ekki nú þegar til staðar.

Helstu atriði viðbragsáætlunar taka m.a. til teikninga af gripahúsum þar sem merktir eru inn mikilvægir staðir s.s. rafmagnstafla, vatnsinntök, gjafakerfi, dráttar- og vinnuvélar og hvernig rafstöð skal tengd og ræst, sé hún til staðar. Hnitmiðuð símaskrá búsins flýtir einnig viðbragði. Sniðmát viðbragðsáætlana er alls ekki tæmandi og er ráðlagt að bæta við eins og þurfa þykir.

Stutt og markviss leiðbeiningamyndbönd þar sem gengið er um búið og farið yfir mikilvæga þætti starfseminnar geta verið mjög gagnleg. Þau nýtast jafnframt til frekari útskýringa á tækjabúnaði eða öðrum lykilþáttum búsins. Myndböndin er svo hægt að senda til afleysingamanns í gegnum samskiptaforrit (Facebook) eða tölvupóst.

Ráðunautar RML aðstoða við gerð viðbragðsáætlana, sé þess óskað. Símanúmer RML er 516-5000 og tölvupóstfangið rml@rml.is. Við bendum einnig á að hægt er að hafa samband í gegnum vefspjall á heimasíðu fyrirtækisins.“

Teikning úr fjósi og sýnishorn af því hvernig hægt er að setja vinnuferla upp myndrænt. Teikning / Birna Þorsteinsdóttir

 

Hér fyrir neðan má nálgast sniðmát viðbragsáætlana.


Viðbragðsáætlun fyrir kúabú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir sauðfjárbú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir hesthús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir gróðurhús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir loðdýrabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir alifuglabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir svínabú pdf skjal word skjal

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...