Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rjúpnaveiðin hófst í dag
Mynd / BBL
Fréttir 27. október 2017

Rjúpnaveiðin hófst í dag

Höfundur: smh

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag. Leyfðar eru veiðar í tólf daga, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember, á alls 57 þúsund fuglum samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar.

Miðað er við þrjá daga frá föstudegi til sunnudags þessar fjórar helgar. Ef miðað er við fjölda veiðimanna í fyrra koma 5-6 fuglar í hlut hvers og eins. Það er 17 þúsund fleiri fuglar en leyft var að veiða í fyrra, en að öðru leyti er sama fyrirkomulag á milli áranna. Rjúpnaveiðimönnum hefur heldur fjölgað.

Sölubann áfram

Í tilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytis um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 kemur fram að sölubann sé á rjúpum og er það sama fyrirkomulag og verið hefur á undanförnum árum. Umhverfisstofnun er gert að fylgja sölubanni eftir. Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið, en veiðiverndarsvæði er á Suðvesturlandi  líkt og undanfarin ár.

Skylt efni: rjúpnaveiðar | rjúpa | skotveiði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...