Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rjúpa
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 26. nóvember 2022

Rjúpa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rjúpa er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru og er eini hænsnfuglinn sem lifir hérna villtur. Hún er að öllu leyti staðfugl og útbreidd um allt land. Rjúpan er einstaklega harðgerður fugl og þolir vel íslenska veðráttu. Þegar mestu vetrarhörkurnar ganga yfir grafa þær sig í snjó til að fá einangrun frá kuldanum. Nú á vetrarmánuðum hefur stofninn stokkast upp og fuglarnir hafa dreift sér í sína vetrarhaga. Þá leitar rjúpan upp í fjöll eða snjólínu þar sem hún kemst enn þá í æti. Þegar jarðbönn verða til heiða leita þær meira niður í kjarr og jafnvel í byggð eftir æti. Þegar vorar stokkast stofninn aftur upp og karrarnir helga sér óðöl sem þeir verja af krafti gegn öðrum körrum. Þótt rjúpu megi finna um allt land frá fjöru og upp á hálendi þá eru meginuppeldisstöðvar þeirra lágheiðar og láglendismóar. Þessi svæði eru því mjög mikilvæg fyrir rjúpu og aðra mófugla.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...