Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. september 2020

Ríkisstjórnin veitti 25 milljónum króna í refilinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálu-reflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. 

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma upp sýningu á reflinum nemi um 50 milljónum króna.  

Nokkrar hressar konur á Hvolsvelli komu saman í síðustu viku og tóku síðustu saumsporin í refilinn. Eftir það var honum rúllað upp og hann látinn bíða þar til hann verður settur upp í varanlegt sýningarrými á Hvolsvelli. 

Það voru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem hófu verk-efnið fyrir sjö árum og sjö mánuðum. Mun betur gekk að sauma refilinn en þær reiknuðu með því þær höfðu gefið sér tíu ár í verkefnið. 

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri færði konunum blómvönd frá sveitarfélaginu þegar síðustu saumsporin voru tekin í refilinn. Hér eru þær frá vinstri, Christina, Lilja, Kristín Ragna og Gunnhildur.

Refillinn er saumaður með völdu íslensku ullargarni sem er sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið, refilsaumur er forn útsaumur sem stundaður var á víkingaöld. Saumaskapurinn hefur verið að mestu framkvæmdur af íbúum í sveitarfélaginu en auk þeirra hafa um 2.000 manns saumað í refilinn með leiðsögn.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari, listamaður og bókmenntafræðingur, er hönnuður Njálurefilsins. 

Skylt efni: Njálu-refillinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...