Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Fréttir 3. desember 2018

Ríflega 30 þúsund rúllur farnar utan í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi. Skipið tekur um 5.700 rúllur í ferð. Þegar er búið að senda út ríflega 30 þúsund heyrúllur sem er samkvæmt samningi sem gerður var síðastliðið sumar.
 
Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Skagafirði hefur staðið í ströngu síðustu tvo mánuði, en hann er einn þeirra sem hefur umsjón með heyflutningum frá Íslandi til Noregs. 
 
Einkum og sér í lagi hefur hey verið sent utan frá norðanverðu landinu, enda gekk heyskapur vel á því svæði á liðnu sumri, heyfangur var góður og umframbirgðir verulegar. Bændur í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa selt hey til Noregs nú á haustdögum að sögn Ingólfs. 
Heyi hefur einkum verið skipað um borð í skipið á Sauðárkróki og Akureyri, en einnig hefur það í eitt skipti einnig haft viðkomu á Húsavík, Reyðarfirði og á Grundartanga.
 
Skipt um skip
 
Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit hefur haft puttann á púlsinum varðandi heyflutninga frá sínu svæði og nefnir hann að bændur í Eyjafirði eigi enn þokkalegt magn sem hugsanlegt sé að senda út, en beðið sé átekta með hvort af frekari heysölu verður. Þegar hafi á bilinu 32 til 34 þúsund rúllur verið seldar til Noregs.
 
Antje hefur siglt milli landanna í alls 5 ferðum en heildarmagn í ferð er tæplega 6000 rúllur. Skipið er 130 metra langt og getur einungis lagt að stærri höfnum. Nú stendur til að flytja hey út með minna skipi sem hentar betur, þ.e. skipi sem getur lagt að á minni höfnunum en í kjölfarið minnka líka landflutningar sem er töluverður ávinningur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...