Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rífandi stemning
Líf og starf 31. október 2022

Rífandi stemning

Höfundur: Óskar Hafsteinn Óskarsson

Fjölmenni sótti vel heppnaða hrútasýningu sem Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hélt laugardaginn 15. október síðastliðinn í Reiðhöllinni á Flúðum. Ekki var aðeins margt um manninn heldur var líka mikið af fallegu fé.

Alls komu kindur frá tólf bæjum í sveitinni og gat þar að líta lambhrúta af ýmsum litum og gerðum og lambgimbrar sömuleiðis og margar mjög litskrúðugar. Einnig mátti sjá forystufé. Það kom einmitt í hlut forystugimbrarinnar Geðprýði að útnefna sigurvegara í rollubingóinu en þar var afgirtu hólfi skipt í 36 reiti og viðstaddir biðu í ofvæni eftir því að Geðprýði gerði stykkin sín í réttu reitina.

Dómarar og helstu úrslit

Sérlegir dómarar hrútasýning- arinnar voru Sigurfinnur Bjarkarson frá Tóftum og Jökull Helgason á Ósabakka. Þeir sýndu mikla færni í störfum sínum og útskýrðu dómana fyrir viðstöddum.

Í flokki mislitra lambhrúta varð efstur grár hrútur, undan Brekasyn, frá Skipholti 3, í öðru sæti varð Hnokkasonur frá Þverspyrnu og í því þriðja varð mórauður hrútur frá Hruna undan Gretti. Í hópi veturgamalla hrúta varð í fyrsta sæti hrútur frá Langholtskoti undan Heimakletti, í öðru sæti hrútur undan heimahrúti í Hruna og í því þriðja Heimaklettssonur frá Þverspyrnu. Í fyrsta sæti í flokknum best gerða gimbrin varð gimbur frá Hrepphólum sem er undan Amorssyni. Í öðru sæti gimbur frá Hruna undan Viðari sæðingarstöðvarhrúti og í því þriðja gimbur frá Grafarbakka undan heimahrúti.

Um fjörutíu hrútar komu til álita í flokki hvítra lambhrúta en þar varð efstur, eftir mikið þukl og vangaveltur hjá dómurum, hrútur frá Hruna sem er undan heimahrúti, í öðru sæti varð kollóttur hrútur frá Magnúsi og Alinu á Kópsvatni sem er ættaður frá Broddanesi á Ströndum og í því þriðja hrútur frá Haukholtum undan Viðari.

Þukl og skrautlegasta gimbrin

Gestum hrútasýningarinnar boðið að þukla fjóra lambhrúta og raða þeim upp eftir gerð.

Góð þátttaka var í þuklinu og svo fór að Björgvin Ólafsson frá Hrepphólum og Ragnar Lúðvík Jónsson, tengdasonur á Högnastöðum, fóru með sigur af hólmi. Einnig kom til kasta allra viðstaddra á sýningunni að kjósa skrautlegustu gimbrina en þar komu margar fallegar til álita. Þegar búið var að telja upp úr kössunum stóð efst móflekkótti bingóstjórinn, Geðprýði, frá Hrafnkelsstöðum.

Það kom í hlut íhaldsmanns síðustu hrútasýningar, Unnsteins Hermannssonar í Langholtskoti, að útnefna arftaka sinn. Hann valdi Óskar Snorra Óskarsson, frá Hruna, íhaldsmann sýningarinnar eftir elju og dugnað við að halda lömbum af öllum stærðum og gerðum undir dóm.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...