Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Horfið er frá því markmiði að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun á riðuþolnum kindum með verndandi arfgerðum og er stefnt að riðuveikilausu Íslandi árið 2044.

Áætlunin var unnin af starfshópi sem skipaður var í janúar 2024. Áfram verður haldið með aðgerðir til að hefta útbreiðslu á smitefninu. Þær verða hins vegar áhættumiðaðar og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum, í stað þess að þær beinist jafnt að öllum bæjum í viðkomandi varnarhólfi. Í greinargerð með áætluninni segir að sjö ára tímaviðmið verði tekið upp fyrir hina áhættuflokkuðu eða sýktu bæi í stað 20 ára sem giltu áður fyrir varnarhólfin, en fyrirmyndin sé sótt í Evrópusambandsreglur um riðuveiki sem varða viðskipti með fé á milli landa. Auk þess séu sjö ár tvöfaldur meðalmeðgöngutími riðuveikismits.

„Landsáætlunin gerir ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi auk allra bæja landsins. Sett eru tímasett ræktunarmarkmið fyrir hvern flokk. Öllum sauðfjáreigendum verður gert skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við stefnur og markmið sem sett eru í landsáætluninni. Miðað er við að ræktunarmarkmiðum verði náð fram með jákvæðum hætti; stuðningi, hvatningu og viðurkenningum. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin, þannig að þeir bændur sem ekki fylgja áætluninni geti glatað rétti til bóta að hluta eða öllu leyti, sem er í samræmi við þá almennu reglu að fólki beri að takmarka tjón sitt sé þess kostur,“ segir í greinargerðinni.

Stefnt er að því að innan 20 ára hafi riðuveiki í sauðfé á Íslandi verið útrýmt, að þá hafi ekki greinst riðuveiki i neinni sauðfjárhjörð í sjö ár samfellt. Sömuleiðis er stefnt að því að Ísland hljóti viðurkenningu Evrópusambandsins árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð hér á landi og að því að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð á Íslandi frá og með árinu 2028.

Þessari stefnu er ætlað að ná fram með ræktun á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum, smitvörnum, vöktun og viðbrögðum sem felast í aðgerðum til upprætingar smitefnis þegar upp kemur riðuveiki og nánar er lýst í áætluninni.

Skylt efni: riða | riða í sauðfé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...