Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Riðuveiki, íslenskt grænmeti og merkingar matvæla
Mynd / Bbl
Skoðun 19. nóvember 2020

Riðuveiki, íslenskt grænmeti og merkingar matvæla

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Riðuveiki hefur nú greinst á fimm bæjum í Skagafirði. Eina ráðið til þess að bregðast við er niðurskurður á smituðu fé. Hugur okkar allra eru hjá þeim bændum og fjölskyldum þeirra sem eru í þessari ömurlegu stöðu. Ég vil treysta því að þeir aðilar sem lenda í þessum hremmingum leiti til Bændasamtakanna ef eitthvað er sem við getum aðstoðað þá með. 

Búið er að ræða við sveitarfélögin á svæðinu um aðkomu Kristínar Lindu Jónsdóttur sálfræðings til að gefa út leiðbeinandi efni um viðbrögð  fyrir þá sem lent hafa í þessum ömurlegu aðstæðum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi ráðuneytis landbúnaðar, Bændasamtakanna, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Ég vona að þetta geti veitt aðstoð í  þeim aðstæðum sem uppi eru. Eins vil ég hvetja aðra sem þetta hefur áhrif á varðandi andlega líðan að leita til viðkomandi sveitarfélags eða Bændasamtakanna. Nauðsynlegt er að endurskoða reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Þetta hefur verið ítrekað við ráðuneytið og vonum við að brugðist verði skjótt við.

Af grænmeti

Talsverð umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna skorts á íslenskum agúrkum. Þannig er að margir framleiðendur fóru í að endurnýja og laga húsnæði á sama tíma og fyrir bragðið varð tímabundinn skortur á afurðinni, sem var frekar óheppilegt. Nú er ný uppskera að taka við sér þannig að framboð á gúrkum ætti að verða eðlilegt á næstu dögum. Það sem er athyglisvert í þessari stöðu er að kallað var ítrekað eftir íslensku framleiðslunni þótt enginn tollur eða aðrar takmarkanir væru á innflutningi á þessum vörum. Þetta sýnir okkur að við sem neytendur viljum íslenskt og verðum frekar fúl ef við getum ekki verslað þessa vöru á hverjum degi.  Við getum kannski hugsað þetta sem hvatningu til annarra afurða sem við teljum svo sjálfsagt að við getum gengið að á hverjum degi. Það kannski segir okkur að við þurfum að hlúa betur að framleiðslunni hér heima en ekki drepa hana í stundargleði innflutnings af því að það er svo miklu einfaldara. 

Merkingar matvæla

Mikið hefur verið rætt og ritað í gegnum tíðina um merkingu íslenskra matvæla. Og þá erum við að tala um öll matvæli unnin og fersk, í mötuneytum, á veitingastöðum og í verslunum. Ég tel nauðsynlegt að við  bændur drögum sem flesta að borðinu og komum okkur saman um hvernig merkið á að vera og hvaða skyldur framleiðendur þurfa að uppfylla til að geta notað það og standa svo heilshugar á bak við eitt skilgreint merki íslenskra matvæla. Því þannig er eina leiðin fyrir okkur að aðgreina okkar frábæru vöru frá þeirri innfluttu. Það er með ólíkindum hvernig umræðan getur orðið undarleg en bara nýjasta dæmið er frétt Ríkisútvarpsins á ruv.is þann 17. 11 síðastliðinn en þar er fyrirsögn einnar fréttar „Ítalskur fuglsvængur fannst í íslensku salati“. Hvernig eigum við að skilja svona hluti? Það er kannski vegna þess að varan heitir „Veislusalat“ og er pakkað á Ítalíu. Það hefur bara ekkert með íslenskar afurðir að gera. Enn og aftur, okkar stærsta sóknarfæri í íslenskum landbúnaði er að merkja okkar vörur og aðskilja frá innfluttum svo fólk viti hvað það er að kaupa. 

Íslenskt, já takk …

Skylt efni: Riðuveiki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f