Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu
Fréttir 3. apríl 2023

Riða greinist í Vestur-Húnavatnssýslu

Höfundur: ghp

Riða hefur greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Unnið er að undirbúningi aðgerða samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð.

,,Í síðustu viku höfðu bændurnir á bænum samband við Matvælastofnun og tilkynntu um veikar kindur með einkenni sem gætu bent til að um riðu væri að ræða. Starfsfólk stofnunarinnar fór á bæinn og tók sýni. Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest greiningu á riðu. Undirbúningur aðgerða er hafinn. Á bænum eru 690 kindur og verður þeim öllum lógað eins fljótt og kostur er. Sýni verða tekin úr fénu til rannsóknar á riðu og arfgerðagreiningar. Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. Í ljósi þess að mest hætta er á smitdreifingu við sauðburð er mikilvægt að þeim kindum verði einnig lógað sem fyrst.

Bærinn er í Miðfjarðarhólfi en riða hefur aldrei greinst í því og það því fallið undir skilgreininguna ósýkt svæði, sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Vegna þessarar greiningar er hólfið nú skilgreint sem sýkt svæði. Sú megin breyting sem það hefur í för með sér er að óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé," segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Upplýsingasíða Matvælastofnunnar um riðu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...