Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hótel Saga.
Hótel Saga.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 4. júní 2020

Reynt að bjarga rekstrinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rekstur Hótel Sögu er erfiður og allt bendir til að fyrir­tækið fari í tímabundnar heimild­ir til fjárhagslegrar endur­skipu­lagningar atvinnu­fyrirtækja nái frumvarp Áslaugar Örnu Sigur­björnsdóttur dóms­mála­ráðherra fram að ganga.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda­samtakanna, segir að aðgerðir til að bjarga rekstri hótelsins séu spurning um líf eða dauða Hótel Sögu.

Gunnar segir að það sem sé efst á baugi hvað varðar Hótel Sögu sé að koma rekstrinum í skjól.

„Það er grundvallað á lagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og við eygjum von í að verði að lögum í vikunni. Verði frumvarpið að lögun jafngildir það greiðslustöðvun fyrir reksturinn sem hægt verður að sækja um í þrjá mánuði til að byrja með og á sama tíma er settur tilsjónarmaður með rekstrinum meðan á greiðslustöðvuninni stendur.

Við vonum að þriggja mánaða skjól muni hjálpa okkur til að sjá hver þróunin í ferðamálum verður og horfum til þess að sjá hver þróunin verður eftir 15. júní eftir að landið opnast og hvað gerist í raun.“

Aukning í hlutafé

Ein þeirra leiða sem stjórnendur Hótel Sögu hafa viðrað er að auka hlutafé í rekstrinum. Gunnar segir að eins og staðan sé í dag verði að leita allra leiða til að tryggja hagsmuni Bændasamtakanna í eigninni Bændahöllin ehf. og rétta reksturinn af. Það sé ekki einfalt verk að auka hlutaféð á meðan takmarkað aðgengi sé að landinu.

„Áhugi á hlutabréfum í rekstrinum hefur ekki verið mikill en það hefur verið sýndur áhugi á að kaupa hótelið í heilu lagi. „Það hefur samt ekki komið formlegt tilboð og ekkert í hendi með það. Við þurfum einnig að eiga samtal við okkar helstu lánardrottna áður en nokkrar ákvarðanir um sölu eru teknar.“

Reynt að tryggja launagreiðslur og takmarkaðan rekstur

„Hótelið er á hlutabótaleið með launagreiðslur og leiðin gerir ráð fyrir að ferðaþjónustufyrirtæki fjármagni 100% laun og fái endurbætur frá ríkinu af 85% launa eftir 30 daga. Hluti af rekstrarvanda hótelsins núna er að brúa það bil og tryggja takmarkaðan rekstur í mánuð til viðbótar,“ segir Gunnar  Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f