Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 15. júní 2015

Reynsla okkar og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis

Í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti, er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings og starfinu var afar þröngur stakkur skorinn fjárhagslega. 
 
Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Sagnagarður verður opinn daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 9–17. Hægt verður að fá kaffi og meðlæti í Sagnagarði í sumar.
 
„Eitt af lögbundnum hlutverkum Landgræðslu ríkisins er að fræða almenning um landgræðslu og hvernig hún fléttast inn í menningu lands og þjóðar. Sagnagarður er hluti af þessu fræðslustarfi og er mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Við leggjum mikla áherslu á að fá hingað sem flesta gesti og auka þannig á vitund gesta um mikilvægi landgræðslustarfsins og virkja fólk til framtíðar í því mikilvæga starfi,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. 
 
Við Sagnagarð stendur eftir­líking af sofnhúsi og er það hluti af sýningunni í Sagnagarði. Þetta er eina hús sinnar tegundar á Íslandi en nokkrar tóftir er að finna á Suðurlandi. 
 
Sofnhús voru þau hús nefnd sem íslenska melfræið var verkað í, þurrkað og malað. Nafn sitt draga þau af melkorninu sem verkað var í hverri lotu en það nefndist sofn. Talið er að þessi  þekking hafi borist með landnámsmönnum frá Noregi og voru sofnhús víða í báðum Skaftafellsýslum og Rangárvallasýslu allt fram á síðustu öld.
 
„Við Íslendingar stöndum tæknilega og þekkingarlega vel að vígi á sviði landgræðslu. Reynsla okkar  og aðferðir við endurheimt landgæða vekur athygli erlendis og í nágrenni Gunnarsholts er að finna merki um flestar gerðir jarðvegseyðingar og árangur af endurreisnarstarfinu. Sagnagarður er miðstöð alþjóðlegs þekkingarseturs Landgræðslunnar. Fjöldi erlendra og innlendra vísindamanna munu dvelja í Gunnarsholti í sumar til lengri og skemmri dvalar við nám og fræðistörf.
 
 Víða um land er alvarleg gróðurjarðvegseyðing sem taka þarf á. Við verðum að hafa betur í baráttunni við jarðvegseyðinguna. Framtíð okkar sem þjóðar byggir meðal annars á því að við náum að græða upp landið og umgangast það með þeirri virðingu sem því ber. Enn er þó nokkuð langt í land að við getum sagt að við séum að nýta öll beitilönd okkar með sjálfbærum hætti, þó mikið hafi áunnist á því sviði,“ sagði Sveinn Runólfsson,landgræðslustjóri að lokum. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...