Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti
Mynd / HÍ
Fréttir 8. janúar 2019

Reynir að kaupa bara íslenskt kjöt og sneiðir hjá erlendu grænmeti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Aukinn innflutningur matvæla mun flýta fyrir því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Það eru engin ný sýklalyf á markaði þannig að hvert ár sem við getum tafið þessa þróun skiptir okkur máli,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við HÍ, í fyrirlestri sem hann hélt um sýklalyfjaónæmi á dögunum á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum. Í erindi sínu fjallaði hann um fæðu- og matvælaöryggi Íslendinga og áhrif framleiðsluþátta og uppruna matvæla á bakteríur. 

Húsfyllir var á opnum fyrirlestri á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum, sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn 4. janúar.

Fréttaflutningur af fyrirlestri Karls var töluverður yfir helgina en Ríkissjónvarpið hafði það eftir prófessornum að hann sneiddi hjá innfluttu grænmeti og reyndi eftir megni að kaupa bara íslenskt kjöt. Karl sagði að Ísland hefði algjöra sérstöðu vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og lágs hlutfalls sýklalyfjaónæmis sem væri ein mesta ógn við lýðheilsu heimsins í dag.

Karl telur æskilegt að Ísland verði sjálfbært í framleiðslu á kjöti og því grænmeti sem við getum ræktað. Hann vill vekja almenning til umhugsunar um áhættuna og hvort og hvernig eigi að varðveita þá sérstöðu sem Ísland hefur í dag. 

Upptaka af erindi Karls er aðgengileg hér undir (smellið á myndina og þá hefst fyrirlesturinn á mín. 31.15.

Karl sýndi m.a. þessa mynd í fyrirlestri sínum sem staðfestir góða stöðu Íslands þegar kemur að sýklalyfjaónæmi í kjúklingum. Græni liturinn merkir að ekki sé ónæmi fyrir neinu sýklalyfi. Neðst á myndinni eru lönd þar sem staðan er ekki góð og kjúklingar ónæmir fyrir allt að níu sýklalyfjategundum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...