Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu.

Áætlað er að íbúaþing verði haldið fljótlega á nýju ári þar sem viðstöddum gefst tækifæri á að móta áherslur í verkefninu með hagsmunamál Reykhólahrepps í huga. Sú nýbreytni er að samningur um verkefnið verður til fimm ára, til loka árs 2029, en áður var grunnsamningur til fjögurra ára.

Í Reykhólahreppi eru um 240 íbúar, þar af býr helmingur íbúanna á Reykhólum, en mikið er lagt upp úr tómstunda- og félagsstarfi í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

Þróunarverkefnið Brothættar byggðir hefur hlotið víðtæka sátt á landsvísu samkvæmt könnun sem gerð var meðal styrkhafa fyrir um ári síðan og birtist á vef Byggðastofnunar.

Kristján Þ. Kristjánsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar, segja tilhlökkunarefni að hefja verkefnið, nú hið fimmtánda í röðinni – og standi vonir til þess að íbúar hreppsins taki þátt af fullum krafti. Mikill samhljómur hafi verið hjá styrkhöfum um mikilvægi samráðs við íbúa og að unnið sé út frá verkefnisáætlun í hverju byggðarlagi. Nú sé óskað eftir verkefnastjóra sem mun hafa aðstöðu í sveitarfélaginu.

Skylt efni: brothættar byggðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f