Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum
Fréttir 10. desember 2014

Réttindi innfæddra sniðgengin í skógræktaráætlunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fulltrúar innfæddra í S-Ameríku á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna  í Lima lýstu áhyggju um að gengið verði á réttindi þeirra og lífviðurværi vegna áætlana um stórfelda skógrækt í álfunni.

Mannréttindi innfæddra víða um heim hafa verið gróflega brotinn af ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum í tengslum við skógarhögg, olíu- og námuvinnslu svo dæmi séu nefnd. Innfæddir sem hafa mótmælt áformum um skógarhögg hafa víða verið fangelsaðir og jafnvel teknir af lífi af her og lögreglu eða öryggisgæslumönnum stórfyrirtækja og glæpagengjum sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Fulltrúarnir segjast hafa áhyggjur af því að hið sama muni gerast þegar kemur að endurheimt skóglendis þegar stjórnvöld, stórfyrirtæki og umhverfissamtök munu keppast um yfirráð yfir landi til að rækta á skóga. Þeir segjast einnig hafa áhyggjur af því hvers konar land verður nýtt undir skógræktina.

Endurheimt skóglendis er helsta besta aðferðin sem þekkt er til að draga úr myndun gróðurhúsalofttegunda og talið að verslun með koltvísýringskvóta eigi eftir að verða verulega ábótasöm í framtíðinni fyrir þá sem eiga stór skóglendi.

Innfæddir óttast einnig að ekki verði nægjanlega tekið tillit til náttúrulegrar fjölbreytni við val á trjáplöntun og að einungis verði valdar tegundir sem skili mestum árangri á skömmum tíma og að skógarnir verði því einsleitir.

Um 400 milljón manns í heiminum teljast til innfæddra sem lifa í skógum og lifi af skógarnytjum.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...