Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á miðunum.

Eyjólfur Ármannsson.

Útlit er fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Um 700 bátar eru gerðir út á strandveiðar. Strandveiðar hleypa lífi í sjávarbyggðir og veita fjölbreyttum hópi strandveiðimanna tækifæri til handfæraveiða og atvinnufrelsi til að stunda þá vinnu sem þeir kjósa.

Baráttan fyrir frjálsum handfæraveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er barátta fyrir búseturétti í sjávarbyggðum landsins, sem byggist á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi og nálægð við sjávarauðlindir.Handfæraveiðar smábáta búa við náttúrulegar takmarkanir veðurs og sjólags, auka takmörkunar á veiðidögum, lengdar veiðiferðar og magns í veiðiferð.

Veiðarnar eru ekki ólympískar, takmarkanir sjá til þess.

Takmörkun stjórnvalda á atvinnufrelsi verður að byggja á almannahagsmunum. Verndun fiskistofna þarf að ná til veiðarfæra sem ógna fiskistofnum, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Handfæraveiðar á bát með fjórum krókum á fjórum rúllum ógna ekki fiskistofnum. Takmörkun handfæraveiða með 10.000 tonna þorskafla er skerðing á atvinnufrelsi sem gengur lengra en nauðsyn krefur. Almannahagsmunir skortir því handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum, því takmörkun á krókaveiði í skjóli verndunar fiskistofna réttlætir ekki takmörkun á atvinnufrelsi. Fiskistofnum stendur ekki ógn af krókaveiðum.

Sjávarbyggðirnar byggja tilvist sína á fiskveiðum og nálægð við fiskimið og auðlindir hafsins. Þetta er barátta fyrir rétti íbúa sjávarbyggða, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum, til sjálfsbjargar og fyrir jöfnum búseturétti. Frjálsar handfæraveiðar og efling strandveiða virða
þennan rétt.

Skylt efni: strandveiði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...