Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Ábúendur á Sandhóli á repjuakrinum.
Mynd / Sandhóll
Fréttir 6. apríl 2020

Repjuolía sem orkugjafi fyrir hross

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi, er iðinn í nýsköpun og nú hefur hann sett á markað kaldpressaða repjuolíu fyrir hesta.

Repjuplantan er ræktuð á Sandhóli í Meðallandi, Skaftár­hreppi, án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna. Olían er kaldpressuð og heldur því næringarefnum sérlega vel. Olían er rík af Omega 3. Olían er gefin út á kjarnfóður. Ráðlagður skammtur er 80–120 millilítrar á dag fyrir hvern hest. Repjuolía frá Sandhóli fyrir hesta er fáanleg í verslunum Líflands.

Bærinn Sandhóll er í Meðal­landi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt. Auk repjuolíunnar fyrir hesta hefur Örn nokkuð verið í sviðsljósinu fyrir ræktun á tröllahöfrum og vinnslu og markaðssetningu á íslensku haframjöli. Þá hefur hann einnig framleitt repjuolíu á flöskum til matargerðar.

Örn segir að hestamenn á Suðurlandi og  í Skagafirði hafi prófað olíuna frá honum í tvö til þrjú ár og séu ánægðir með útkomuna. Þeim þyki feldurinn t.d. meira gljáandi.

„Þess vegna langaði mig að gera tilraun með að setja þetta í sölu í samstarfi við Lífland.“
Repjuolía er góður orkugjafi, bæði fyrir hross í léttri og mikilli þjálfun en nýtist einnig til að bæta holdafar hrossa. Olían er rík af mettuðum, ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Með olíugjöf er minni hætta á hófsperru og öðrum kvillum sem oft geta fylgt kjarnfóðurgjöf.

Á Sandhóli hefur líka gengið mjög vel að rækta hafra.

„Við ætlum að setja núna niður í 100 hektara af höfr­um. Ætli við verðum ekki með um 60 hektara í repju. Staðan hjá okkur í höfrunum er þannig að þeir verða uppseldir. Við ráðum eiginlega ekki við mikið meira en þessa vinnslu þar sem afkastagetan okkar á haustin í þreskingu og þurrkun er ekki meiri, nema að fara þá út í miklar fjárfestingar. Það gætu því verið tækifæri fyrir fleiri þar sem mikill markaður er fyrir þetta. Ég held að syðstu hlutar lands­ins ættu að henta vel fyrir ræktun á höfrum en þeir þurfa langan vaxtartíma. Það þarf þó að hjálpa okkur bændum að finna réttu yrkin. Landbúnaðar­háskól­inn og Líf­land ætla því að gera hér yrkja­tilraunir í sumar,“ segir Örn Karlsson. 

Skylt efni: Sandhóll | repjuolía | hafrar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...