Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reksturinn gengur betur en ég átti von á
Fréttir 26. janúar 2015

Reksturinn gengur betur en ég átti von á

Höfundur: MargerátÞóra Þórsdóttir

Frirtækið Kanína ehf. hefur verið að byggjast upp í Húnaþingi vestra undanfarin misseri og segir Birgit Kositzke, eigandi þess og frumkvöðull, að staðan sé góð um þessar mundir, „það gengur bara vel og í rauninni betur en ég átti von á“. 

Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjötið og bendir Birgit þeim sem áhuga hafa á að verða sér úti um ferskt kanínukjöt að hafa samband við fyrirtækið.

Birgit segit að stefnt sé að því að slátra að jafnaði einu sini í mánuði framvegis og muni það magn sem fer á markað aukast smátt og smátt.  Gerir hún ráð fyrir að verð á íslensku kanínukjöti verði svipað og á nautalund.

Öflugur hópur undaneldis- og ræktunardýra

Hópur undaneldiskvendýra hefur nú náð hámarki, sá hópur er nú allur kominn í búr og got eru reglubundin, en Birgit segir stefnt að því að  „reynslumiklar“ undaneldiskanínur muni gjóta fjórum sinnum á ári, en ungdýr eitthvað sjaldnar. Félagið hefur nú alls sjö ræktunarkarldýr, þeir heita Kólur, Magnús, Lucky Luke, Robert, Frosti, Nikolás og nýja stjarnan í hópnum er Leonardo en að auki er eitt ungdýr að bætast í þann hóp, Lolli, sem brátt fær aukin tækifæri til að standa í stykkinu.
„Ég hafði smá áhyggjur af því hvernig kanínunum myndi reiða af í vetur, en sá ótti reyndist ástæðulaus, það hefur gengið mjög vel að fjölga kanínum í hópnum þrátt fyrir vetrarkulda og myrkur og nú eru hér hjá mér kanínur á ýmsum aldursstigum um allt hús og von á enn fleirum í næstu viku þegar fleiri kanínur gjóta,“ segir hún. 

Skoða möguleika á að nýta aukaafurðir

Auk þess sem félagið býður kanínukjöt til manneldis verða möguleikar á að nýta aukaafurðir einnig skoðaðir og nýttir eftir því sem tækifæri eru á.  Það á til dæmis við um skinn, en tilraunir með að súta skinn hjá fyrirtækinu Loðskinni á Sauðárkróki lofa að hennar sögn góðu.
Birgit segist bjartsýn á framhaldið, út sé kominn bæklingur með uppskriftum og leiðbeiningum um hvernig best sé að meðhöndla og elda kanínukjöt og séu viðtökur góðar. Þá sé fyrirhugað að opna nýtt veitingahús á Hvammstanga með vorinu, líklega í mars og uppi séu hugmyndir um að efna þar til sérstakrar kanínuveislu. „Það er margt spennandi í gangi og ég er bjartsýn,“ segir Birgit. 

Skylt efni: Kanínur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f