Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Mynd / TB
Fréttir 30. apríl 2020

Rekja má 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Þetta kemur fram í viðtali við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, orku- og umhverfisverkfræðing og framkvæmdastjóra Grænni byggðar, í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni.

Grænni byggð er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar. Um er að ræða félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af. Þórhildur er með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál.

Starf Grænni byggðar felst m.a. í því að koma á tengslum á milli félaga, fræðslu og hvatningu. Samtökin verða 10 ára á þessu ári. Tæplega 50 aðilar í byggingariðnaði eru félagar í Grænni byggð. Á félagaskrá má m.a. finna verktaka, verkfræðistofur og opinberar stofnanir.

„Það er mjög mikilvægt fyrir vistvæna framtíð að huga vel að byggingum og vistvænu skipulagi svo við náum markmiðum í samdrætti í losun,” segir Þórhildur og hún kallar eftir “vegvísi” til að auðvelda byggingaiðnaðinum að verða umhverfisvænni.

Á vef Grænni byggðar, www.graennibyggd.is, má finna fjölbreyttar upplýsingar með því að smella hér.

Þátturinn Skeggrætt með Áskeli Þórissyni er aðgengilegur hér í spilaranum undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...