Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reka dýragarð heima á hlaði
Fréttir 3. júlí 2015

Reka dýragarð heima á hlaði

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu systurnar Sara Bjarnadóttir, þrettán ára og Linda Bjarnadóttir, sextán ára, að stofna húsdýragarð heima hjá sér á Hraðastöðum í Mosfellsdal fyrir tveimur árum þegar þær vantaði sumarvinnu. Nú taka þær á móti fjöldanum öllum af gestum á hverju sumri og vonast til að húsdýragarðurinn sé kominn til að vera.

„Þetta var eiginlega hugmynd út í loftið sem við fengum árið 2013. Foreldrar okkar höfðu tekið á móti leikskólahópum í rúm 10 ár svo það var allt hér til staðar fyrir okkur. Við höfðum enga sumarvinnu á þessum tíma nema þá hjá Mosfellsbæ og okkur fannst þetta vera betri kostur fyrir okkur. Draumurinn er síðan að mamma og pabbi geti hætt að vinna og að við getum öll verið hér heima að sjá um reksturinn,“ útskýrir Sara en þær systur hafa tekið á móti um 30 hópum það sem af er sumri.

Vonandi framtíðarstarfið

Það er ýmislegt sem þær systur bjóða upp á þegar kemur að sveitaheimsóknunum og fyrir utan leikskóla- og skólahópana koma starfsmannahópar til þeirra og einnig er í boði að halda afmælisveislur á staðnum þannig að fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

„Það er rosalega gott að geta unnið heima hjá sér, mér finnst það mikill kostur og því lá það beinast við þegar okkur vantaði sumarvinnu og við vorum með öll dýrin hér á staðnum að prófa að opna húsdýragarð.  Ég vonast til að þetta geti orðið framtíðarstarfið okkar beggja. Í fyrra breyttist traffíkin mikið hjá okkur því þetta spurðist meira út og við finnum hvað það virkar vel að vera á Facebook,“ segir Linda og aðspurðar um hvað starfsemin gefi þeim helst eru þær systur fljótar til svars: „Það er svo skemmtilegt að upplifa hvað fólk er ánægt og áhugasamt um dýrin og sveitalífið,“ segir Linda og Sara bætir við: „Þetta er alveg æðislegt og það sem mér finnst svo gaman er hvað foreldrar hafa mikinn áhuga á að skoða og sýna börnunum sínum sveitina.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f