Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásta F. Flosadóttir, bóndi í Höfða, er ánægð með vorhúsið og segir að annað svipað verði reist síðar.
Ásta F. Flosadóttir, bóndi í Höfða, er ánægð með vorhúsið og segir að annað svipað verði reist síðar.
Líf og starf 1. október 2021

Reisa vorhús til að skýla lambfé í vorhretum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta verður fínt skjól,“ segir Ásta F. Flosadóttir en hún og Þorkell Pálsson, bændur á Höfða í Grýtubakkahreppi, hafa reist svonefnt vorhús, skýli fyrir lambfé til nota svo ekki þurfi að hýsa allan skarann inni í fjárhúsi þegar vorhretin ganga yfir.

Ásta segir þau hafi dundað við verkefnið í hjáverkum, en húsið er 12 metrar á lengd og 5 á breidd. Gert er ráð fyrir að um það bil 80 kindur geti leitað skjóls í húsinu. Hún segir að miðað sé við að gefa fyrir utan húsið, „en ef í harðbakkann slær verður hægt að gefa inni,“ segir hún.

Yfirsmiðurinn Helgi Jökull Hilmarsson og Þorkell Pálsson spá í næstu skref í framkvæmdum.

Fyrirmyndin austan úr Þistilfirði

„Við höfum lengi verið að velta þessu fyrir okkur, en við sáum svona hús í Þistilfirði, m.a. hjá Sigurði í Holti og Eggerti í Laxárdal, en þar hafa þau komið að góðum notum þegar kalt er að vorlagi,“ segir Ásta.

„Það er ekki óalgengt að snjói hér um slóðir í maí og því fylgir næturfrost og kuldi. Það er því gott að hafa aðstöðu þar sem lambfé getur leitað skjóls. Það er oft þröngt að hafa allt fé inni yfir sauðburðinn á vorin og mikil vinna og umstang,“ segir Ásta, en planið er að reisa annað svipað vorhús á öðrum stað á jörðinni síðar.

Efniviður í húsbygginguna kemur héðan og þaðan, m.a. má þar finna gamla aflagða rafmagnsstaura úr Bárðardal.

Efniviðurinn héðan og þaðan

Hún segir að þau hafi fyrir nokkru byrjað að viða að sér efni, en segja má að útsjónarsemi, nýtni og endurvinnsla hafi verið þeim Höfðahjónum efst í huga við framkvæmdina. Þau fengu langa rafmagnsstaura sem RARIK var að taka niður í Bárðardal og víðar, 12 metra langa staura sem ákvarða lengd hússins. Þá var verið að gera við þak á Grenivíkurskóla og þar fengu þau einnig efnivið og sömuleiðis þegar gamla kaupfélagsbúðin á Grenivík var rifin. Þakið er fengið úr þeirri byggingu. Þau notuðu einnig timbur úr fjárhúsum sínum, m.a. slitnar spýtur úr króm. „Það má segja að þaksaumurinn sé dýrasti pósturinn í byggingunni,“ segir Ásta. 

Vorhúsið er hugsað fyrir lambfé sem skýli þegar vorhretin ganga yfir. Gert er ráð fyrir að um 80 kindur geti leitað skjóls í húsinu.

Skylt efni: Grýtubakkahreppur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...