Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna
Fréttir 30. desember 2014

Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ef af þessu yrði þá er þetta auðvitað heilmikil framkvæmd, áætlun upp á 5 milljarða, þannig að enginn fer af stað með slíkt nema með vönduðum undirbúningi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en nú stendur til að setja upp vindmyllugarð í Þykkvabænum á vegum fyrirtækisins Biokraft.

„Íbúafundur í Þykkvabænum 8. desember  var auðvitað liður í því. Umræður á fundinum voru m.a. um mögulegt staðarval, umhverfisáhrif, stærð fjárfestingar, nýtingu raforkunnar og áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á svæðinu. Það sem flestum finnst skipta mjög miklu máli er hvort þessi fjárfesting myndi skila íbúum á svæðinu bættum kjörum. En það er auðvitað ljóst að ekkert fer af stað nema íbúar séu þessu almennt fylgjandi og sjái í þessu framfarir.“

Fyrirtækið setti upp tvær myllur í Þykkvabænum í sumar sem hafa gefist mjög vel og framleiða rafmagn inn á landskerfið. Orkuframleiðsla nýju vindmyllanna verður þrjátíu og fimm megawött, eða hundrað og fimmtíu gígavattsundir á ári.

„Vindmyllurnar verða miklu stærri en núverandi myllur, eða allt að áttatíu og fimm metra háar og vænghafið verður um hundrað og tólf metrar. Vegna stærðar verkefnisins þarf það að fara í umhverfismat. Við vonumst til að allar nýju vindmyllurnar verði komnar upp 2017,“ segir Snorri Sturluson, framkvæmdastjóri verkefnisins.

Skylt efni: Vindmyllur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f