Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Hverabakki II er á sama túnfæti á Grafarbakka en þar eru Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir garðyrkjubændur. Hér er Þorleifur við einn af fallegu grænmetisgörðunum en á bænum er m.a. ræktað kínakál, spergilkál, blómkál, sellerí og rófur.
Mynd / MHH
Fréttir 6. ágúst 2019

Reiknað með metuppskeru á útiræktuðu grænmeti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gunnar Þorgeirsson.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að góðum árangri í útirækt grænmetis þessa sumarið, megi fyrst og fremst þakka því að það voraði mjög snemma og vinna við garða gat hafist mun fyrr í ár en undanfarandi ár.
 
„Eins hefur hiti verið mjög góður en reyndar var talsvert kalt á nóttunni í júní, sem aðeins hægði á. Eins hafa næringarefni nýst mun betur í ár en síðastliðin ár. Útlitið er best hjá þeim bændum sem hafa getað vökvað hér sunnanlands, þannig að það sem kemur úr vökvuðum görðum er að streyma á markað þessa dagana,“ segir Gunnar þegar leitað var viðbragða hans við því að útiræktað grænmeti væri nú komið í verslanir mánuði fyrr en sumarið 2018. 
 
Margar hendur vinna létt verk! Lilja, Andri, Elín Esther og Elín á Grafarbakka. 
 
Garðyrkjubændur, sem talað var við, voru hæstánægðir með uppskeruna og hversu snemma var hægt að byrja að taka upp en þeir fyrstu á Flúðum tóku upp í kringum 10. júlí. „Ég held að allir, sem þykir grænmeti gott, séu mjög ánægðir með að fá nýupptekið grænmeti svona snemma, hvort sem er kartöflur, rófur, gulrætur eða kál,“ bætir Gunnar við. Allar helstu tegundir grænmetisins eiga að vera komnar í verslanir, eins og gulrætur, rófur, kínakál, spergilkál, hnúðkál og auðvitað kartöflur. 
 

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...