Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reiðkennsla hentar mér vel
Líf og starf 19. desember 2016

Reiðkennsla hentar mér vel

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reynir Atli Jónsson, oddviti í Langanesbyggð, er hestamaður af lífi og sál. Hann tekur að sér að temja hesta og kennir börnum reiðmennsku bæði hérlendis og í Þýskalandi.

„Ég bý á Þórshöfn en er með aðstöðu fyrir hesta á Gunnars­stöðum,“ segir Reynir. „Sem oddviti sé ég um fundarstjórn á sveitarstjórnarfundum og tek þátt í ákvörðunartökum sem tengjast sveitarfélaginu.“

Með aðstöðu fyrir hesta á Gunnarsstöðum

„Hvað hestamennsku varðar reyni ég að vera með eins fjölbreytta aðstöðu og ég get hér að Gunnarsstöðum og vera með alla anga úti til að afla verk­efna. Á haustin tek ég iðulega að mér hesta í frumtamningu.“

Reynir segist hafa unnið við hesta síðan um aldamótin 2000. „Ég hef reyndar umgengist hesta frá því ég var barn og með hestadellu frá því að ég fæddist. Árið 2000 fór ég til Danmerkur til að vinna með hesta og ári seinna á Hóla og kláraði síðan reiðkennaranámið þar 2006.“

Að sögn Reynis á hann ekki mikið af hestum sjálfur enda er hann mikið á þvælingi og er hann því aðallega að temja fyrir aðra. „Ég er með átta hross í tamningu eins og er, sem flest koma af Austfjörðum. Ég er svo heppinn að hafa kynnst mörgum góðum hestum í gegnum tíðina en farsælasti hesturinn sem ég hef tamið frá grunni er Hektor frá Þórshöfn sem komst í úrslit á fjórðungsmóti hestamanna. Hektor er frábær hestur og með nánast óraunverulegar víddir í gangtegundum.“

Reiðkennsla skemmtileg

Reynir segir að þrátt fyrir að oft séu miklir peningar í hestamennsku sé hann ekki að þessu þeirra vegna. „Í mínum huga er hestamennska lífsstíll og líf sem ég kann vel við. Ég kenni líka talsvert á reiðnámskeiðum bæði hér heima og erlendis.“

Síðastliðið sumar var Reynir í Þýskalandi að kenna reiðmennsku auk þess sem hann kennir börnum að sitja hesta á Æskulýðsdögum í Norðfirði. „Námskeiðin standa í þrjá daga og allt að fjörutíu krakkar sem mæta. Sjálfum finnst mér mjög gaman að kenna á þessum námskeiðum og reyndar yfirleitt að kenna börnum og fullorðnum að umgangast hesta.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...