Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Fréttir 2. janúar 2020

Reið- og göngubrú byggð yfir Eyjafjarðará

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við fögnum því fyrst og fremst að málið er í höfn og framkvæmdir hafnar. Búið er að tengja saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár með landfyllingu og hægt að ganga þurrum fótum yfir í Stórhólma,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, um smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun nýtast hestafólki á ferð um Kaupvangsbakka, á leið fram í Eyjafjörð eða austur í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir við smíðina hófust á dögunum.

Nokkur styrr stóð um brúarsmíðina, Léttismenn hafa undanfarið eitt og hálft ár tekist á við bæjaryfirvöld á Akureyri um smíðina og hver beri kostnað af henni.

Brúin skiptir verulegu máli fyrir hestafólk en hún nýtist fyrir hestaumferð milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu og eins vegna umferðar hestafólks fram í Eyjafjörð. „Það var á stundum tekist á við bæjaryfirvöld en við töldum okkur hafa réttinn okkar megin og sem betur fer fékk þetta mál farsælan endi,“ segir Sigfús.

Vonum að verkið vinnist hratt og vel

Hann segir Léttisfólk fagna því að framkvæmdir við brúarsmíðina séu hafnar og að þetta erfiða mál sé að baki. „Við vonum að verkið vinnist hratt og vel og stefnum að því að vígja þessa nýju reið- og göngubrú á Eyjafjarðará með viðhöfn á mikilli hátíð sem efnt verður til síðla í maí á næsta ári í tengslum við hina árlegu Bakkareið Léttis á Kaupvangsbökkum,“ segir Sigfús og bætir við að nýja brúin verði glæsilegt mannvirki sem nýtast mun sem tenging milli austur- og vesturbakka um ókomin ár.

Mikil samgöngubót fyrir hestamenn og útivistarfólk

„Nýja brúin á Eyjafjarðará verður okkur öllum til sóma og mikil samgöngubót fyrir, ekki bara okkur hestamenn eina, heldur líka allt annað útivistarfólk sem notar bakka Eyjafjarðarár í ríkum mæli  til göngu- og fuglaskoðunar. Við Léttismenn börðumst því ekki bara fyrir brúnni fyrir okkur hestamenn, heldur miklu fleiri líka,“ segir Sigfús.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...