Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón.
Mynd / BBL
Fréttir 28. mars 2018

Reglu­gerð um atvinnustarfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundur: smh
Á vefnum Samráðsgátt (samrads­gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi.
 
Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar.
 
Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.
 
Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins.
 
Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...