Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. október 2024

Reglur um öflun sjávargróðurs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni hefur nýlega verið gefin út.

Þar er kveðið á um að enginn geti stundað öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands nema með tilskildum leyfum.

Leyfi eru háð nokkrum skilyrðum. Þarf leyfishafi að hafa gert nýtingaráætlun um öflun sjávargróðurs sem gildi að minnsta kosti í fimm ár í senn, skal áætlun uppfærð áður en öflun sjávargróðurs hefst á hverju ári. Í henni skal greina hvaða tæki verði hagnýtt við öflun, hversu miklu magni af sjávargróðri verði aflað, hvar öflun fari fram og eftir atvikum hvaða svæði verði hvíld til að örva endurvöxt. Skal áætlunin byggjast á mati á lífmassa og líklegu aðgengi.

Leitast skal við að gera grein fyrir áhrifum nýtingar á umhverfið, þar með talið áhrifum á viðveru og áhrifum truflunar á atferli fiska, hryggleysingja, sjávarspendýra og fugla með hliðsjón af þeim tækjum og aðferðum sem verða hagnýtt.

Sérstakt ákvæði er um slátt á klóþangi, þar sem fram kemur að gæta þurfi þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.

Til að koma í veg fyrir staðbundna ofnýtingu á tilteknum stofni getur ráðherra ákveðið að öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni utan netlaga sé auk almenns veiðileyfis háð sérstöku leyfi Fiskistofu. Í slíkum tilfellum er gerð krafa um almennt veiðileyfi ásamt nýtingarleyfi til öflunar sjávargróðurs.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...