Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar
Fréttir 5. nóvember 2015

Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kaliforníu hafa hert reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði verulega og eru reglurnar þær ströngustu í Bandaríkjunum. Reglurnar taka gildi í ársbyrjun 2018.

Markmið reglnanna er að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði með því að gera notendum þeirra erfiðara að kaupa þau. Reglurnar eru settar vegna vaxandi hættu á lífshættulegum sýkingum í mönnum vegna fjölónæmra baktería. Notkun sýklalyfja í landbúnaði, bæði sem vaxtarhvata og til að fyrirbyggja sýkingar í búfé hafa orðið þess valdandi að komið hafa fram stofnar baktería sem eru með öllu ónæmar fyrir sýklalyfjum. Berist þannig ofurónæmar bakteríur í menn eru ekki til lyf sem vinna á þeim.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarna­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Bandaríska sóttvarnareftirlitið áætlar að þar í landi beri að minnsta kosti tvær milljónir manna í sér fjölónæmar bakteríur og að árlega deyi um 23.000 manns af þeirra völdum.

Um 70% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í baráttunni við sýkingu hjá mönnum eru einnig notuð við kjöt- og mjólkurframleiðslu í Norður-Ameríku. Mörg af þessum lyfjum eru ekki lyfseðilsskyld og hafa lengi verið notuð í landbúnaði.

Fjöldi veitingahúsa í Banda­rík­j­­­unum hafa lýst yfir að þau ætli að hætta að kaupa kjöt af framleiðendum sem noti sýklalyf í óhófi. Í mars síðastliðinn gaf McDonald’s í Bandaríkjunum út yfirlýsingu um að keðja ætlaði að hætta að selja kjöt af kjúklingum sem væru gefin sýklalyf til að auka vaxtarhraða þeirra. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f