Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð
Fréttir 10. júlí 2014

Reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu endurskoðuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða reglugerð númer 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Hópinn skipa fulltrúar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Sölufélags garðyrkjumanna. Auk þess hefur Neytendasamtökunum verið boðið að skipa fulltrúa.

Hópnum er ætlað að fara yfir reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í heild sinni, meðal annars allar skilgreiningar á framleiðslunni og reglur um eftirlit. Tillögum hópsins er ætlað að byggja nýjan grunn að reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Þar til þeirri vinnu lýkur verður stuðst við núgildandi reglugerð og þeir framleiðendur sem áður hafa fengið vottun geta á grundvelli reglugerðarinnar fengið viðurkenningu á því að þeir standist skilyrði hennar. Áfram verður stuðst við gildandi merki um vistvæna framleiðslu.

Samkvæmt 4. grein reglugerðarinnar geta framleiðendur óskað eftir viðurkenningu á vistvænni landbúnaðarafurð til viðkomandi búnaðarsambands. Framleiðendur sem nú nýta sér merkið eru hvattir til að óska sem fyrst eftir úttekt til búnaðarsambands á sínu starfssvæði. Framleiðendum, sem óska þess að fá framleiðslu sína viðurkennda sem vistvæna, er á sama hátt bent á að sækja um til búnaðarsambands við fyrsta tækifæri. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun halda skrá um þá sem fá slíka viðurkenningu og birta á heimasíðu sinni. Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið vill með aðgerðum sínum núna, í samstarfi við samtök framleiðenda og neytenda koma reglum um vistvæna landbúnaðarframleiðslu í betra horf svo ekki þurfi að leika vafi á því í hugum neytenda, hvaða framleiðsla hefur rétt til að nýta sér það heiti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...