Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reglugerð um vegi í náttúru Íslands
Fréttir 9. október 2017

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: smh
Umhverfis- og auðlinda­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands.
 
Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina.
 
Vegaskrá gerð í samráði
 
Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. 
 
Náttúruverndarsjónarmið
 
Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“
 
Flokkaðir eftir heimild til notkunar
 
Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. 
 
Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“
 
Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...