Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Refilstígur tollverndar
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 11. maí 2023

Refilstígur tollverndar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tollverndarkerfið er alls ekki að sinna því hlutverki sem það hafði fyrir fimmtán árum síðan.

Það segir Daði Már Kristófersson hagfræðingur. „Það skiptir engu máli hvort þú sért formaður Bændasamtakanna eða formaður Félags atvinnurekenda. Menn hljóta að vera sammála um að það sé skrítið að ekki sé tekin umræða um tilganginn með tollverndinni í ljósi þess að við erum passíft að leggja hana niður.“

Verðtollur á innfluttar búvörur frá ESB hefur haldist í sömu krónutölu síðan 2007, en ekki verið uppreiknuð á hverju ári. „Því hefur tollvernd í raun minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Þetta sé mikið áhyggjuefni. Afleiðingarnar birtast m.a. í meiri innflutningi á búvörum með tollum, sem virðast því lítil hindrun fyrir innflutning. Til dæmis var um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. „Ég var að skoða kjúklingakjötið og á síðasta ári hefði 67% magnsins getað verið flutt inn án tolla,“ segir Margrét.

„Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“ segir Daði.

Sjá nánar á bls. 20-21. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: tollvernd

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f