Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Refahúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 28. nóvember 2018

Refahúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa með refamynstri á börn, prjónuð úr Drops Lima sem er á 30% afslætti hjá Handverkskúnst. 
 
Stærðir:  3/7 (8/12) ára
Höfuðmál: 50/52 (53/55) cm
Garn: Drops Lima fæst í Handverkskúnst
- gráblár nr 6235: 50 (100) g
- ryðrauður nr 0707: 50 (50) g
- natur nr 0100: 50 (50) g
Og notið líka afgang af svörtu garni fyrir augu og nef.
 
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn, 40 cm nr 3 og 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22L og 30 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
Mynstur: Sjá teikningu A.1 fyrir stærð 3/7 ára og A.2 fyrir stærð 8/12 ára, allt mynstrið er prjónað slétt í hring.
 
HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og síðan á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar.
 
Fitjið upp 104 (120) lykkjur á hringprjóna nr 3 með grábláum. Prjónið stroff 3 sm (2 sl, 2 br). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 1 umf slétt og fækkið um 4 (10) lykkjur jafnt yfir = 100 (110) lykkjur. Prjónið mynstur A1 (A2) = 5 mynstureiningar hringinn.
 
Eftir mynstur prjónið áfram slétt með grábláum þar til stykkið mælist 14 (16) cm, setjið nú 7 prjónamerki í stykkið þannig: 
 
Stærð 3/7 ára: 14-14-15-14-14-15-14 lykkjur á milli merkja.
Stærð 8/12 ára: 16-16-15-16-16-15-16 lykkjur á milli merkja.
 
Í næstu umf er fækkað um 1 lykkju eftir hvert prjónamerki með því að prjóna 2 slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 4 (6) sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf 7 (7) sinnum = 16 (12) lykkjur eftir á prjónunum. Prjónið 2 og 2 saman út umf = 8 (6) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. Húfan mælist ca 19 (22) cm á hæðina. Saumið út augu og nef með lykkjuspori eftir teikningu.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...