Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðlagt aflamark þorsks lækkað
Fréttir 23. júní 2022

Ráðlagt aflamark þorsks lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn.

Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu.

Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Aukin ýsa en minni af ufsa

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfirstandandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn.

Gullkarfa nálgast aðgerðamörk

Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn.

Minni sókn í íslensku sumargotssíldina

Samkvæmt úttekt Hafrannsóknastofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en samkvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

Skylt efni: þorskur | aflamark

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...