Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016
Fréttir 23. maí 2017

Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna í ESB drógust saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2016 samkvæmt tölum Eurostat. Aftur á móti jukust rauntekjur heimila í Evrópusambandsríkjunum þegar löndin sem ekki eru með evru eru tekin með í reikninginn. 
 
Samkvæmt þessum tölum hagstofu Evrópusambandsins sem birtar voru 28. apríl síðastliðinn, þá virðist evran vera orðinn dragbítur á afkomu heimila innan sambandsins. Er þessi niðurstaða í takt við áhyggjur ýmissa sérfræðinga um stöðu myntsamtarfsins um evruna. 
 
Þótt aðeins hafi rofað til eftir hjöðnun í mörg ár, þá er staða efnahagslífsins innan ESB-landanna í heild enn nálægt mörkum stöðnunar í hagvexti. 
 
Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi rokið upp í um 7%. Það  gefur aftur á móti vísbendingar um yfirspennu hagkerfisins sem vekur ugg í hugum sumra í ljósi reynslunnar. 
 
 
 
Lítil auking 
 
Erfiðlega hefur gengið hjá evruríkjunum að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með ásættanlegum hraða og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Hægt hefur miðað við að auka neyslu heimila og jókst hún aðeins um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2015, sem er um 0,3% minni aukning en í ársfjórðungnum þar á undan. Samt er síðasti ársfjórðungur að jafnaði einn neyslumesti fjórðungur ársins, m.a. vegna stórhátíða eins og jóla. 
 
Í þessum tölum hlýtur það að valda áhyggjum að bæði innan evruríkjanna sem og að meðaltali meðal allra ESB-ríkjanna 28 var samdráttur í neyslu á síðasta ársfjórðungi 2016. Það þýðir væntanlega að það hægir á atvinnulífinu. Samt hafi árið 2016 byrjað nokkuð vel með tekju- og neysluaukningu heimila sem slagaði hátt í 1% um tíma.  
 
ESB-lönd utan evrusvæðisins sum hver í skárri málum
 
Staðan í ESB-löndunum sem standa utan evrusamtarfsins hefur reynst aðeins skárri samkvæmt tölum Eurostat. Þar jókst innkoma heimila á síðasta ársfjórðungi 2016 um 0,5%, sem er samt lakari útkoma en þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin var 0,8%.
 

Skylt efni: tekjur heimila | esb

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...