Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Raunávöxtun LSB 5,6% 2013
Fréttir 3. apríl 2014

Raunávöxtun LSB 5,6% 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda (LSB) var haldinn 21. mars. Þar kom fram að hrein eign til greiðslu lífeyris nam 27,3 milljörðum króna í árslok 2013, hækkaði um 1,8 milljarða króna milli ára eða 7,0%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur vaxið frá bankahrunsárinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Ávöxtun á árinu 2013 var 9,6%, sem samsvarar 5,7% raunávöxtun. Hrein raunávöxtun nam 5,6% á árinu 2013, á móti 5,5% árið 2012.

Ávöxtun síðustu fjögurra ára er 4,5% að meðaltali, sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna.

Afkoma ársins 2013 var með ágætum þegar horft er til takmarkaðra fjárfestingarmöguleika með tilkomu gjaldeyrishaftanna.

Eignasafn sjóðsins er traust og væntingar eru um stöðuga og góða ávöxtun á næstu árum. Aukin áhersla á greiningu á fjárhagslegri stöðu við fjárfestingar, greiðslugetu og gæðamat á skuldara fremur en að horfa eingöngu til ávöxtunar, mun styrkja sjóðinn enn frekar og afkomu hans þegar til framtíðar er litið.
Lífeyrisréttindi sjóðsins eru verðtryggð og breytast til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs.
Heildariðgjaldatekjur námu 575 m.kr., sem er 13,0% hækkun frá fyrra ári. Iðgjöld sjóðfélaga námu 195 m.kr., mótframlög 379 m.kr. og réttindaflutningar og endurgreiðslur nettó var 1,1 m.kr. Greiðandi virkir sjóðfélagar voru 2.592 á árinu 2013 samanborið við 2.657 á árinu 2012.

Iðgjöld sjóðfélaga eru 4% af launum. Hjá bændum miðast iðgjöld við reiknað endurgjald í landbúnaði eða greidd laun þar sem búrekstrarformi er þannig háttað, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 12/1999.
Starfsmenn LSB í árslok 2013 voru þrír auk framkvæmdastjórans, Ólafs K. Ólafs, og er Skúli Bjarnason þar stjórnarformaður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...