Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 11. október 2023

RARIK í nýju og glæsilegu húsnæði á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 23. júní í sumar flutti RARIK starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4.

Húsið og aðstaðan er öll hin glæsilegasta en nýja aðstaðan felur meðal annars í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þá er þess vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur í framtíðinni. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð en lóðin öll er um 6.000 fermetrar, sem felur í sér stórt athafnasvæði, stóran lager og rúmgott þjónusturými.

Þá er sérstakt aðstöðuhús fyrir kerrur og rafstöðvar, hjólageymsla fyrir reiðhjól starfsmanna, þvottaplan fyrir bíla, búningsklefar fyrir karla og konur og aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott. Um 40 starfsmenn RARIK á Suðurlandi vinna í húsinu en fyrirtækið er líka með um 20 manna starfsstöð á Hvolsvelli.

Skylt efni: Rarik

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f