Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ransomes-smátraktor fyrir garðyrkjumenn
Á faglegum nótum 27. júlí 2015

Ransomes-smátraktor fyrir garðyrkjumenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1884 stofnuðu félagarnir Sims og Jefferies félag í þeim tilgangi að yfirtaka breskt fyrirtæki sem hét Ransomes, Head og Jefferies og fram­leiddi landbúnaðartæki. Með í kaupunum fylgdi framkvæmdastjóri þess, Robert Ransomes að nafni.

Fjórum árum síðar framleiddi fyrirtækið meðal annars handsmíðaða plóga, gufuknúnar dráttarvélar, vindur, þreskivélar og vélar sem notaðar voru við vinnslu á te, pumpur og gírbúnað fyrir járnbrautalestir. Framleiðslan gekk vel og árið 1905 voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir tvö þúsund. Í fyrri heimsstyrjöldinni framleiddi Ransomes, Sims og Jefferies Ltd. meðal annars flugvélar fyrir breska herinn.

Traktor fyrir garðyrkjumenn

Hönnun á fyrsta smátraktor fyrirtækisins hófs 1902 en það var ekki fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar sem fyrirtækið sendi frá sér fyrstu smádráttarvélina sem kallaðist MG2. Litla 20 hestafla beltadráttarvél sem var ætluð til að uppfylla þarfir garðyrkjumanna. Græjan þótti góð til síns brúks og framleiðsla hennar var stöðug fram að seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið var eftirspurn eftir vélinni það mikil að framleiðsla hennar hófst aftur í óbreyttri mynd.

Ný týpa MG traktoranna kom ekki á markað fyrr en 1949. Sú vél kallaðist MG5 og í kjölfarið fylgd MG6 og að lokum MG40. Um 15 þúsund MG smátraktorar voru settir á markað, sem er met fyrir breskan beltatraktor, áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 1966. Þrátt fyrir að markaðurinn fyrir MG-vélarnar væri mestur á Bretlandseyjum var talsvert af þeim flutt úr landi til Evrópu og Bandaríkjanna og þær nutu mikilla vinsælda í Ástralíu.

Af fylgihlutum sem mátti fá með MG-týpunum má nefna ýtublað að framan, plóg og valtara til að hengja aftan á traktoranna.

Markaðssetning MG5-vélanna var á þann hátt að einfalt og öruggt væri að vinna með þær og á færi hvaða drengs sem var. Reyndin varð önnur og mörg slæm slys urðu við notkun þeirra, ekki síst úlnliðsbrot. Sérstaklega á ungum drengjum sem einfaldlega réðu ekki við stjórntæki vélarinnar sem áttu það til að hrökkva til baka án skiljanlegra orsaka.

Sláttutraktorar

Áhersla í framleiðslu fyrirtækisins breyttist um 1960 og meiri kraftur var lagður í framleiðslu á vélum til uppskeru, lyfturum og garðsláttuvélum. Þegar hér var komið sögu voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 3.200. Eftir það fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu og reksturinn varð þyngri með hverju árinu sem leið.

Árið 1989 seldi Ransome, eins og fyrirtækið var almennt kallað, framleiðslu sína á landbúnaðartækjum til Electrolux. Í framhaldinu sameinaðist Ransome fyrirtæki sem kallast Overrum og framleiðir plóga og önnur jarðvinnslutæki. Hlutverk Ransome í samstarfinu var framleiðsla á garðsláttuvélum.

Sögu Ransome lauk árið 1998 þegar fyrirtækið var yfirtekið af bandaríska fyrirtækinu Jacobsen og er í dag hluti af Textron, sem framleiðir meðal annars skriðdreka, þyrlur, smátraktora og garðsláttuvélar. Garðsláttuvélarnar og smátraktorarnir frá Textron eru framleidd undir heitinu Ransome og fáanlegar í ýmsum útgáfum, 18 til 45 hestöfl að afli.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Ransomes

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...