Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rannsóknir á hvalakúk
Fréttir 5. desember 2018

Rannsóknir á hvalakúk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur líffræðinga og hvala­sérfræðinga mun á næstunni halda í sjö vikna leiðangur til hafsins umhverfis Suður­heimsskautslandið. Tilgangur leiðangursins er að safna sýnum af kúk bláhvala og rannsaka áhrif kúksins á umhverfið.

Samkvæmt því sem haf­líffræðingur frá háskólanum í Liverpool segir er leiðangurinn mjög vel skipulagður og vonast er til að safna miklu magni af sýnum í honum. Tilgátan sem gengið er út frá er að bláhvalakúkur gegni veigamiklu hlutverki í lífkeðju hafsins umhverfis Suðurheimsskautslandið.

Stærsta lífvera hafsins

Þeir sem til þekkja segja að ekki sé eins erfitt að safna hvalakúk eins og ætla mætti í fyrstu. Erfiðasti hluti leiðangursins er að hafa uppi á hvölunum. Næsta skref er að fylgja þeim eftir og vona að þeir kafi ekki of djúpt áður en þeir létta af sér.

Fjöldi bláhvala í heiminum dróst saman um 95% vegna veiða í byrjun tuttugustu aldarinnar. Veiðar á tegundinni voru bannaðar 1966 og í dag er talið að milli 10 og 35 þúsund bláhvali sé að finna í hafinu og mestur er fjöldinn í hafinu umhverfis Suðurheimsskautið.

Bláhvalir er með stærstu lífverum sem lifað hafa á jörðinni, geta orðið meira en 30 metrar að lengd og 200 tonn á þyngd. Til þessa hafa rannsóknir á bláhvölum að mestu snúist um mökun þeirra og far en áhrif þeirra á umhverfi setið á hakanum.

Áburður fyrir plöntusvif

Vitað er að hvalakúkur er járn- og næringarefnaríkur og stuðlar að vexti sjávarbaktería og plöntusvifa sem eru undirstaða fæðukeðjunnar í hafinu og framleiða mikið magn súrefnis.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...