Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannsókna þörf á hampsteypu
Mynd / Kelly Sikkema - Unsplash
Fréttir 24. júlí 2023

Rannsókna þörf á hampsteypu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingarvörur sem innleiddar eru af Staðlaráði Íslands.

Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunarhæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi.

Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hampsteypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið.

„Rannsóknir hafa sýnt að hampsteypa er viðkvæm fyrir hitabreytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar.

Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hampsteypunnar.

„Efnið hefur langan útþornunartíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“

Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf.

Skylt efni: hampur | hampsteypa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...