Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samtök ungra bænda (SUB)
Samtök ungra bænda (SUB)
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynslóðaskipta í landbúnaði.

Steinþór Logi Arnarsson.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita svart á hvítu hvað það er sem hvetur eða letur kynslóðaskipti svo við getum unnið að því að auka nýliðun í stéttinni,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB. Samtökin standa því fyrir könnun þar sem þátttakendur eru spurðir um helstu hindranir og hvata í íslenskum landbúnaði

Allir sem tengjast landbúnaði eru hvattir til að taka þátt. Þátttakendur þurfa ekki að vera starfandi bændur, en samtökin hafa jafnframt áhuga á að heyra í þeim sem langar að verða bændur eða stunduðu nám í búvísindum og búfræði. Niðurstöðurnar verða kynntar á aðalfundi Samtaka ungra bænda í janúar.

Könnunin er hluti af rannsóknarverkefni SUB sem hlaut styrk úr byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar og er stýrt af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknasetri byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar og tengil á könnunina má finna á Facebook-síðu Samtaka ungra bænda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...