Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rannsókn á öndunarfæra- vandamálum í sauðfé
Á faglegum nótum 19. júní 2017

Rannsókn á öndunarfæra- vandamálum í sauðfé

Höfundur: Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun
Matvælastofnun, Landbúnaðar­háskóli Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinna nú að verkefni með það að markmiði að kortleggja öndunarfæravandamál í sauðfé um allt land og greina orsakir þeirra. 
 
Á Bændatorginu og á Fjárvís er nú hægt að finna stutta könnun sem hefur það að markmiði að safna upplýsingum um hjarðir þar sem öndunarfæraeinkenni hafa verið vandamál. Matvælastofnun hvetur alla sauðfjárbændur til að taka þátt. Því fleiri sem taka þátt, því árangursríkari verður greining þessa mikilvæga heilsufarsvandamáls í sauðfjár­ræktinni.
 
Hósti í fé, og þá einkum haustlömbum og ásetnings­lömbum, er þekkt vandamál á Íslandi.  Umfang og orsakir hósta hafa þó ekki verið skráð skipulega og ekki eru til yfirgripsmikil gögn sem nota má til þess að leggja mat á vandann. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á öndunarfæraeinkennum hafa leitt í ljós að þau geti stafað af m.a. kregðubakteríum, lungapestarbakteríum, barkakýlis­bólgu og lungnaormum. Telja má líklegt að vandamálið sé alvarlegra á sumum búum en öðrum og jafnvel að ástæður geti verið fleiri en ein. Á þeim búum er mikilvægt að grípa til aðgerða gegn öndunarfærasjúkdómum. Til þess að geta unnið markvisst að slíkum aðgerðum þarf að kortleggja vandann og greina hvaða sýkingarvaldar og áhættuþættir koma fyrir á hverju búi fyrir sig. Stöndum saman vörð um velferð sauðfjár. 
 
Sigrún Bjarnadóttir, 
dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...