Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skyggnar konur í Íslandssögunni, Margrét frá Öxnafelli, Lára Ágústsdóttir og Jóhanna Sigurðsson, eru meðal viðfangsefna Dalrúnar.
Þrjár skyggnar konur í Íslandssögunni, Margrét frá Öxnafelli, Lára Ágústsdóttir og Jóhanna Sigurðsson, eru meðal viðfangsefna Dalrúnar.
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenna á uppgangstíma spíritismans á Íslandi.

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir.

Hún leitar nú að viðmælendum sem búa yfir upplýsingum og/eða höfðu kynni af konum sem lögðu stund á miðilsstörf allt frá upphafi 20. aldar og fram yfir miðja öldina.

Færði alþýðukonum aukið vald

„Það er einstaklega fróðlegt að skoða sögu kvenmiðla á þessum uppgangs- og hnignunartíma spíritismans. Þetta tímabil í sögunni er líka áhugavert í kvennasögulegu ljósi, því það einkennist af miklum væringum í íslensku þjóðfélagi vegna málefna kvenna. Heimildir um skyggnar konur á Íslandi sýna að þar fóru sögulegar konur. Í rannsókn minni skoða ég líf, störf og ímyndir þessara margbrotnu kvenna. Hluti af þeirri nálgun felst í því að skoða hvernig spíritisminn færði konum, ekki síst alþýðukonum, ný tækifæri til starfa og jafnvel aukið vald,“ segir Dalrún en hún hefur lagt áherslu á að rannsaka sögu kvenna á Íslandi.

Hún styðst alltaf við viðtalsformið í þeim tilgangi að skrá raddir og reynslu Íslendinga.

Greinir hugverk kvennanna

Dalrún útskrifaðist með doktorspróf í sagnfræði sl. sumar en í doktorsrannsókn sinni fjallaði hún um ráðskonur sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á síðari hluta 20. aldar.

Í þessari nýju rannsókn beinir hún hins vegar sjónum sínum að félagslegri og menningarlegri stöðu kvenna sem höfðu miðilsstörf að atvinnu frá öndverðri 20. öld til loka sjötta áratugarins.

Í rannsókninni tekur Dalrún einnig til skoðunar sköpunarkraft skyggnra kvenna, þar sem hún greinir hugverk kvennanna sem hún segir að spanni allt frá myndrænum sýnum til tónverka.

Hallar á konur í Íslandssögunni

„Árið 2021 skrifaði ég grein um íslenska kvenmiðla á Hugrás – vefrit Hugvísindasviðs, en sú athugun kveikti áhuga minn á að kafa mun dýpra í sögu kvenna sem titluðu sig sem sjáendur. Saga íslenskra kvenmiðla hefur verið afskipt á vettvangi fræðanna.

Mikilvægt er að gera sögu þessara kvenna góð skil enda einstök kvennasaga, svo ekki sé meira sagt. Í Íslandssögunni hefur hallað mikið á konur vegna þess að saga þeirra var hlutfallslega lítið skráð samanborið við sögu karla. Það er ein af ástæðunum að baki því að ég hef beitt mér fyrir því að taka viðtöl við fólk um líf kvenna í sagnfræðirannsóknum mínum; skrá minningar um konur sem ellegar hefðu fallið í gleymsku.“

Dalrún hefur nú einsett sér að taka viðtöl við aðila sem búa að upplýsingum um og/eða reynslu af miðilsstörfum kvenna á því tímabili sem rannsóknin tekur til (1905-1960). Hún hvetur því fólk sem býr að vitneskju um skyggnar konur til að hafa samband við hana í s. 664-7083 eða gegnum netfangið dalrunsaga@gmail.com

„Sagan er samansett úr ótal minningabrotum og hvert brot skiptir máli ef skapa skal heildarfrásögn – skapa kvennasögu,“ segir dr. Dalrún

Skylt efni: sagnfræði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...