Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rákönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 7. febrúar 2024

Rákönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rákönd er ekki íslenskur varpfugl heldur flækist hingað nokkuð reglulega frá Norður-Ameríku. Hún er nauðalík evrópsku (íslensku) frænku sinni sem heitir urtönd. Mest áberandi og auðveldasta leiðin til að greina þær í sundur er þessi lóðrétta hvíta rák á hliðinni sem hún dregur nafnið sitt af. Fyrir utan þessa hvítu rák getur reynst krefjandi að greina þær í sundur í fjarska og þarf nánari skoðun. Þrátt fyrir að vera svona líkar og jafnstórar þá teljast rákendur og urtendur vera hvor sín tegundin. Urtönd, sem við þekkjum svo vel, er minnsta önd Evrópu og rákönd minnsta önd Norður-Ameríku. Rákönd er buslönd og er fæða og kjörlendi hennar svipuð og hjá öðrum buslöndum. Þær kafa til hálfs með því að hvolfa haus, háls og hálfum búknum ofan í vatnið en stélið stendur beint upp í loftið. Þannig leita þær að æti undir yfirborðinu, sem er m.a. fræ, plöntur, mýlirfur o.fl. Þær eru hraðfleygar og hefja sig bratt til flugs.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...