Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rákir
Hannyrðahornið 1. september 2015

Rákir

Höfundur: Guðrún María Guðmundsdóttir
Herrapeysan Rákir er í boði Handverkskúnstar. Garnið í peysuna færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi eða á www.garn.is. 
 
Stærð: 
Maxi heklgarn frá garn.is
 
Nál: 2 mm
 
Stærð: S/M
 
Yfirvídd (í munsturpjóni): 88 sm
 
Garn:
Kartopu Ketenli 7 dokkur
 
Prjónar:
Hringprjónn 40 og 60-80 sm nr 4,5
Sokkaprjónar nr 4,5
 
Prjónfesta: 20 lykkjur og 24 umferðir = 10x10 sm
 
Útskýringar:
S: slétt lykkja
B: brugðin lykkja sm: sentimetrar
 
Munstur:
*Prjónið *1S,1B* endurtakið út umferðina frá *-* 4 sm. Prjónið 2 umferðir slétt.* Endurtakið frá *-*
 
Laskaúrtaka:
Fellt er af um 1 lykkju sitt hvoru megin við prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Prjónið 2 lykkjur slétt og síðan 2 lykkjur slétt saman.
 
Bolur: Fitjið upp 225 lykkjur, tengið í hring og prjónið stroff *2S, 3B* 7 sm. Aukið út í síðustu umferð um 1 lykkju = 226 lykkjur á prjóninum. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, það fyrra í byrjun umferðar og það seinna eftir 113 lykkjur (fram- og bakstykki). Prjónið munstur þar til bolurinn mælist 51 sm (mælt með stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu undir handvegi, 5 lykkjur sitt hvoru megin við prjónamerkin. Geymið bolinn og prjónið ermar.
 
Ermar: Fitjið upp 55 lykkjur, tengið í hring og prjónið stroff *2S, 3B* 8 sm. Aukið út í síðustu umferð um 5 lykkjur jafnt yfir umferðina. Setjið prjónamerki og prjónið munstur eins og á bol en aukið út sitt hvoru megin við prjónamerkið um 1 lykkju, fyrst eftir 3 sm og síðan með 6 sm millibili alls 9 sinnum = 78 lykkjur á erminni. Prjónið þar til ermin mælist 61 sm (mælt með stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu, 5 lykkjur sitthvorum megin við prjónamerkið. Geymið ermina og prjónið aðra eins.
 
Berustykki: Sameinið bol og ermar á einn hringprjón = 342 lykkjur á prjóninum. Setjið prjónamerki í öll samskeyti erma og bols = 4 prjónamerki. ATH: Lykkjurnar tvær sitthvorum megin við prjónamerkin eru alltaf prjónaðar slétt. Prjónið 4 umferðir áður en úrtaka hefst. Takið úr þannig: 2x í 4. hverri umferð og síðan í 2. hverri umferð þar til bolurinn mælist um það bil 66 sm. Setjið þá 15 lykkjur fyrir miðju á framstykki á þráð/nælu og prjónið nú fram og til baka. Haldið áfram að taka úr eins og áður í laskalínunni en takið jafnframt úr við hálsmál: 2 lykkjur x2, 1 lykkju x2. Prónið þar til bolurinn mælist um 70 sm.
 
Hálsmál: Takið upp lykkjur í hálsmáli, einnig þær sem geymdar voru á framstykki, prjónið eina umferð slétt og jafnið lykkjufjöldann í 105 lykkjur. Prjónið stroff *2S+3B* 10 sm. Fellið af í sléttum og brugðnum lykkjum.
 
Frágangur: Gangið frá endum, lykkið saman undir höndum. Þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
Guðrún María Guðmundsdóttir 
www.garn.is
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...