Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Raforka verði niðurgreidd
Mynd / sá
Fréttir 14. október 2024

Raforka verði niðurgreidd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um niðurgreiðslu á raforku til garðyrkjubænda.

Lagt er til að við búvörulög nr. 99/1993 verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða um að þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum allan kostnað við flutning og dreifingu raforku vegna framleiðslu garðyrkjuafurða á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028, að þeim skilyrðum uppfylltum að orkukaupin séu vegna atvinnustarfsemi. Niðurgreidd raforka sé sérmæld og fari einungis til loftræstingar eða lýsingar plantna til að örva vöxt þeirra. Framleiðslan sé ætluð til sölu og að ársnotkun sé meiri en 100 MWst á ári.

Heildarfjárhæð niðurgreiðslna skv. 1. málsl. skuli ekki takmarkast við heildarframlög í samningum sem íslenska ríkið geri við framleiðendur garðyrkjuafurða

Jafnframt skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum helming kostnaðar vegna uppbyggingar á dreifikerfi raforku til garðyrkjubýla, gróðrarstöðva og garðyrkjustöðva á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028.

Ráðherra verði heimilt að fela Matvælastofnun eða öðrum opinberum aðila að annast faglega umsjón með niðurgreiðslu á kostnaði við flutning og dreifingu raforku, enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laga.

Flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Inga Sæland, Flokki fólksins og er þetta í fimmta sinn sem hún er flutt. Bændasamtök Íslands lýstu í umsögn á 153. löggjafarþingi yfir stuðningi við frumvarpið.

Skylt efni: raforka

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...