Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Stjórn búgreinadeildar nautgripabænda, frá vinstri: Jón Örn Ólafsson, Rafn Bergsson, Reynir Þór Jónsson, Sigurbjörg Ottesen og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / ghp
Fréttir 26. febrúar 2024

Rafn endurkjörinn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu var endurkjörinn formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands til næstu tveggja ára.

Á deildarfundi kúabænda var jafnfram kosin ný stjórn búgreinadeildarinnar en þau Bessi Freyr Vésteinsson, Reynir Þór Jónsson og Sigurbjörg Ottesen gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru kjörin. Jón Örn Ólafsson var kosinn nýr í stjórn í stað Guðrúnar Eikar Skúladóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Í varastjórn voru kjörin þau Erla Rún Guðmundsdóttir, Magnús Örn Sigurjónsson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Í þakkarræðu eftir kjör sitt hvatti formaðurinn félagsmenn að taka virkan þátt í starfinu. „Stærsta verkefnið fram undan er að vinna áfram að bættu rekstrarumhverfi greinarinnar til að tryggja nautgripabændum viðunandi af- komu af sinni starfsemi. Nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga þurfum við að vanda til verka, mynda okkur framtíðarsýn um hvert við stefnum og svo í framhaldinu ákveða hvaða leiðir eru bestar til að ná þeim markmiðum.

Finna þarf leiðir til að virkja grasrótina betur og fá félagsmenn til að taka meira þátt í félagsstarfinu. Það er mjög mikilvægt að fá sem flestar raddir og skoðanir fram til að geta vegið og metið mismunandi leiðir og þannig vonan- di fundið bestu niðurstöðuna. Þá þurfum við að fylgja eftir vinnu við nýjan verðlagsgrunn sem nú er í gangi og halda áfram að vinna að því að við getum tekið kyngreiningu á nautasæði upp hér á landi, enda getur það skilað umtals- verðum ávinningi fyrir greinina,“ segir Rafn Bergsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...