Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Mynd / ál
Fréttir 20. nóvember 2025

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1.

Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði í skipulagslögum frá árinu 2023. Samkvæmt því er ráðherra heimilt að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Frá þessu er greint í svari ráðuneytisins við fyrirspurn.

Landsnet sendi ráðuneytinu beiðni í lok júní síðastliðinn um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sem um ræðir mun eiga sæti í nefndinni, auk fulltrúa umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra og fulltrúa félags- og húsnæðismálaráðherra. Síðastnefndi fulltrúinn verður formaður nefndarinnar. Ráðherra er heimilt að skipa umrædda nefnd að undangenginni beiðni frá aðila sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku eða ef sveitarfélag leggur fram beiðni þess efnis.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin við Holtavörðuheiðarlínu 1 muni ná til fjögurra sveitarfélaga, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirki í Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var greint frá því að sveitarfélög og hagsmunafélag landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 eru gagnrýnin á skipun raflínunefndar. Helst er það vegna þess að umrædd nefnd getur skert skipulagsvald sveitarfélaga.

Skylt efni: raflínur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...