Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Mynd / ál
Fréttir 20. nóvember 2025

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1.

Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði í skipulagslögum frá árinu 2023. Samkvæmt því er ráðherra heimilt að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Frá þessu er greint í svari ráðuneytisins við fyrirspurn.

Landsnet sendi ráðuneytinu beiðni í lok júní síðastliðinn um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sem um ræðir mun eiga sæti í nefndinni, auk fulltrúa umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra og fulltrúa félags- og húsnæðismálaráðherra. Síðastnefndi fulltrúinn verður formaður nefndarinnar. Ráðherra er heimilt að skipa umrædda nefnd að undangenginni beiðni frá aðila sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku eða ef sveitarfélag leggur fram beiðni þess efnis.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin við Holtavörðuheiðarlínu 1 muni ná til fjögurra sveitarfélaga, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirki í Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var greint frá því að sveitarfélög og hagsmunafélag landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 eru gagnrýnin á skipun raflínunefndar. Helst er það vegna þess að umrædd nefnd getur skert skipulagsvald sveitarfélaga.

Skylt efni: raflínur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f