Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast
Fréttir 2. júlí 2019

Ræktunarjarðvegur eyðist hraðar en hann myndast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróft ætlað vaxa um 95% af nytjajurtum heims í efsta jarð­vegslagi jarðarinnar, mold­inni, og það gerir moldina að undirstöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Talið er að vegna uppblásturs hafi um helmingur ræktunarjarðvegs heimsins tapast á síðustu 150 árum.

Helsta ástæða uppblástursins er sögð vera hefðbundinn landbúnaður þar sem stunduð er nauðræktun og þar sem land er mikið plægt og moldin skilin eftir ber og óvarin fyrir veðri og vindi. Í Bandaríkjunum einum er sagt að góður ræktunarjarðvegur hverfi tíu sinnum hraðar en hann myndast.

Að sögn fræðinga hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur um eitt þúsund ár fyrir þrjá sentímetra af góðum yfirborðsjarðvegi að myndast við góðar aðstæður. Sérfræðingar við sömu stofnun segja einnig að flest bendi til að efsta jarðvegslagið í heiminum, moldin, verði að mestu horfin eftir hálfa öld eða svo.

Samhliða skorti á ræktarlandi og minni matvælaframleiðslu mun jarðvegstap leiða til minni vatnsleiðni, aukinnar losunar koltvísýrings, hlýnunar jarðar og næringarminni afurða. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f